Bára KristinsdóttirBára Kristinsdóttir
  • Work
  • Book
  • Video
  • Info & cv
  • Facebook
  • Instagram
  • Work
  • Book
  • Video
  • Info & cv
  • Facebook
  • Instagram

Stilla / Calm

Stilla Hrunið er orðið að veruleika, kreppan viðvarandi, dómurinn ekki komin. Hugarástand þjóðarinnar endurspeglast í borginni nokkra sólríka daga í janúar. Það er logn, stilla, sólin lætur sjá sig rétt um hádegisbil og varpar birtu sinni yfir borgina, geislar hennar glampa á gluggum turnhússins, draga athygli okkar að moldarflagi og plastpoka sem situr fastur í nöktum greinum veikburða náttúru í miðri borg. Draslið er víða. Það sést betur þegar birta tekur. Líkt og turninn sem varpar skugga sínum yfir borgarlandslagið. Það er erfitt að láta sem maður sjái hann ekki. Borgin er falleg í ljótleika sínum. Frostið og sólin draga fram andlitsdrætti og ummerki sem fela í sér fallegar sögur um glæsta tíma, stórhuga framkvæmdir og brostnar vonir. Ljósmyndir Báru Kristinsdóttur birta okkur andrúmsloft þjóðar sem lifði í einskonar tómarúmi nokkra daga í janúar árið 2010. Íbúar borgarinnar héldu niðri í sér andanum og sinntu daglegum athöfnum af festu og ró. Þjóðin stóð á krossgötum og horfði ráðvillt í kringum sig, hafði ekki fyllilega gert sér grein fyrir því hvaðan hún var að koma og hvert ferðinni væri heitið. Hrunið var staðreynd en framtíðin óljós.   Sigrún Sigurðardóttir  
Sæbraut
20100122-_MG_8108
20100122-_MG_8092
20100122-_MG_8090
20100122-_MG_8067
20100115-_MG_7858
20100115-_MG_7826
20100115-_MG_7781
20100107-_MG_7575
20100106-_MG_7436
20100106-_MG_7417