(English below)
Hver hlutur á sér sögu. Skrúfan, snaginn, slitinn stóll – allt á sér sögu. En hver á að segja þær allar? Og hvert fara sögurnar sem aldrei eru sagðar?
Hlutir sem við höfum í kringum okkur en veitum sjaldnast eftirtekt, snaginn sem við hengjum úlpuna á, álgjarðir fyrir ruslapokana. Við sjáum þá varla, samt hafa þeir hlutverk, þeir skipta máli. Og einhver hefur smíðað þessa hluti, lagt alúð og vinnu í þá. Sá sem smíðar þá skiptir máli, og hann á sér sögu. Einhver verður að segja sögu þess sem smíðar hlutina.
Skrúfan, snaginn, slitinn stóll. Og maður.
Það bætist eitthvað við líf okkar með því að heyra sögurnar á bak við manninn, stólinn, snagann. Við förum jafnvel að horfa öðruvísi í kringum okkur, förum til dæmis að hugsa um allar þær manneskjur sem hafa setið í slitna stólnum. Og smám saman rennur það upp fyrir okkur að lífið er allstaðar.
Það er eitthvað verulega gott við þá hugsun.
En þarf ekki svo einhver að minnast á kettina?
Every item has its own story. The screw, the hook, the worn-down chair— they all have stories. But who’s going to tell them all, and where do the stories go that are never told?
Things that we have around us but hardly ever notice: the hook that we hang our coat on, the aluminum frame for the garbage bags. We barely see them, but still, they have roles, they matter. And someone has made these things, put care and effort into them. The people who make them matter; they have their own stories, too. And someone has to tell the stories of the people who make these things. Because everything seeks balance…
Something is added to our lives when we hear the stories behind the man, the chair, the hook. We even start seeing things around us differently; for instance, we might start thinking about all the people who sat in the worn-down chair. Little by little, we realize that life is everywhere. There is something really comforting in that thought. And it would never occur to us to spit on the floor.